Vilja sóknarmann Man. United að láni

Tahith Chong í leik gegn Wolves.
Tahith Chong í leik gegn Wolves. AFP

Þýska knattspyrnufélagið Werder Bremen vill fá Tahith Chong að láni frá Manchester United á næstu leiktíð en hann er einn af fjölmörgum ungum leikmönnum sem koma úr akademíu félagsins.

Chong er tvítugur og framlengdi samning sinn við United fyrr á árinu til sumarsins 2022 en hann hefur alls komið við sögu í tuttugu aðalliðs leikjum hjá Manchester-félaginu, fimm í úrvalsdeild og hinir í bikar og Evrópu-keppnum.

Werder Bremen rétt slapp við fall úr þýsku efstu deildinni í sumar. Liðið endaði í 16. sæti og þurfti að fara í umspil um að halda sæti sínu.

mbl.is