Markvörður United sennilega á leiðinni til baka

Aaron Ramsdale.
Aaron Ramsdale. AFP

Bournemouth hefur samþykkt 18,5 milljón punda tilboð í markvörðinn Aaron Ramsdale frá Sheffield United en Sky Sports segir frá.

Bournemouth er nýfallið úr ensku úrvalsdeildinni en Ramsdale er 22 ára markvörður sem gekk til liðsins árið 2017 frá einmitt Sheffield sem nú vill kaupa hann til baka.

Þetta gefur í skyn að Dean Henderson, sem varði mark Sheffield á síðustu leiktíð og þótti einn besti markvörður deildarinnar, sé á förum en hann var að láni frá Manchester United. Henderson, 23 ára, hefur sagst vilja skrifa undir langtímasamning á Old Trafford og berjast við David de Gea um markvarðarstöðu liðsins.

Dean Henderson.
Dean Henderson. AFP
mbl.is