Afrek sem ég verð alltaf stoltur af (myndskeið)

Trent Alexander-Arnold, bakvörður enska knattspyrnufélagsins Liverpool, var í gær útnefndur efnilegasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar af ensku leikmannasamtökunum.

Alexander-Arnold átti frábært tímabil með Liverpool þegar liðið varð Englandsmeistari á síðustu leiktíð, byrjaði 35 leiki í ensku úrvalsdeildinni, skoraði fjögur mörk og lagði upp önnur þrettán.

Alexander-Arnold er uppalinn hjá Liverpool og hefur stimplað sig inn sem einn af bestu hægri bakvörðum heims að undanförnu.

„Að komast í hóp þeirra sem hafa unnið þessi verðlaun er mikill heiður fyrir mig,“ sagði Alexander-Arnold.

„Þetta er heiður fyrir bæði mig og fjölskyldu mína og þetta er afrek sem ég verð alltaf stoltur af,“ bætti bakvörðurinn við.

Trent Alexander-Arnold er besti ungi leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.
Trent Alexander-Arnold er besti ungi leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert