Enska úrvalsdeildin hefst á ný (myndskeið)

Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu fer af stað á ný í dag er nýliðar Fulham taka á móti Arsenal í Lundúnaslag klukkan 11:30. Alls fara fjórir leikir fram í dag en honum lýkur með stórleik Englandsmeistara Liverpool og nýliða Leeds klukkan 16.

Aðrir tveir leikir fara fram á morgun, m.a. hörkuviðureign Gylfa Þórs Sigurðssonar og félaga í Everton gegn Tottenham. Allir leikirnir verða í beinni útsendingu á Síminn Sport og í klippunni hér að ofan fer Tómas Þór Þórðarson yfir helgina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert