Gáfum meisturunum alvöruleik

Marcelo Bielsa hvetur sína menn áfram á Hliðarlínunni á Anfield …
Marcelo Bielsa hvetur sína menn áfram á Hliðarlínunni á Anfield í dag. AFP

Marcelo Bielsa, knattspyrnustjóri Leeds, var svekktur eftir tap liðsins gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á Anfield í Liverpool í dag.

Leiknum lauk með 4:3-sigri Liverpool en sigurmark Englandsmeistaranna kom á lokamínútum leiksins úr vítaspyrnu.

„Það er erfitt að spila gegn liði eins og Liverpool sem hættir aldrei,“ sagði Bielsa í samtali við Sky Sports.

„Við vorum í vandræðum í fyrri hálfleik með að spila boltanum út úr vörninni og þeir settu mikla pressu á okkur sem gerði okkur erfitt um vik.

Að sama skapi fannst mér við gera mjög vel í að þvinga þá til þess að gera mistök og við gáfum meisturunum svo sannarlega leik sem ég er ánægður með,“ bætti argentínski stjórinn við.

mbl.is