Mörkin sem Arsenal skoraði í fyrsta leiknum (myndskeið)

Arsenal átti ekki í mikl­um vand­ræð­um með nýliða Ful­ham á Cra­ven Cotta­ge í opn­un­ar­leik ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar í knatt­spyrnu í dag. Arsenal vann verðskuldaðan 3:0-sig­ur. Svip­mynd­ir úr leikn­um má sjá hér fyr­ir ofan en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann sport. 

Gest­irn­ir komust yfir strax á átt­undu mín­útu þegar Granit Xhaka átti skot utan teigs sem hrökk af varn­ar­manni, þaðan til Willi­ans sem skaut að marki en Ma­rek Rodák varði bolt­ann beint fyr­ir fæt­ur Al­ex­andres Lacazettes sem skoraði af stuttu færi í autt markið.

Staðan var 1:0 í hálfleik en tvö mörk með skömmu milli­bili snemma í síðari hálfleikn­um gerðu út um ein­vígið. Nýju menn­irn­ir, Willi­an og Gabriel, áttu annað markið. Willi­an tók þá horn­spyrnu og stýrði knett­in­um beint á Gabriel sem skallaði í netið af stuttu færi á 49. mín­útu og átta mín­út­um síðar var staðan 3:0 er fyr­irliðinn Pier­re-Emerick Auba­meyang sneri bolt­ann glæsi­lega upp í hægra hornið af stuttu færi eft­ir send­ingu frá Willi­an.

mbl.is