Öruggur sigur Arsenal gegn nýliðunum

Pierre-Emerick Aubameyang fagnar marki sínu með Willian á Craven Cottage …
Pierre-Emerick Aubameyang fagnar marki sínu með Willian á Craven Cottage í dag. AFP

Arsenal átti ekki í miklum vandræum með nýliða Fulham á Craven Cottage í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Arsenal vann verðskuldaðan 3:0-sigur.

Gestirnir komust yfir strax á áttundu mínútu þegar Granit Xhaka átti skot utan teigs sem hrökk af varnarmanni, þaðan til Willians sem skaut að marki en Marek Rodák varði boltann beint fyrir fætur Alexandres Lacazettes sem skoraði af stuttu færi í autt markið.

Staðan var 1:0 í hálfleik en tvö mörk með skömmu millibili snemma í síðari hálfleiknum gerðu út um einvígið. Nýju mennirnir, Willian og Gabriel, áttu annað markið. Willian tók þá hornspyrnu og stýrði knettinum beint á Gabriel sem skallaði í netið af stuttu færi á 49. mínútu og átta mínútum síðar var staðan 3:0 er fyrirliðinn Pierre-Emerick Aubameyang sneri boltann glæsilega upp í hægra hornið af stuttu færi eftir sendingu frá Willian.

Fulham er nýliði í deildinni eftir að hafa unnið umspilið í B-deildinni á síðustu leiktíð en liðið féll úr efstu deild þar áður fyrir rúmu ári. Arsenal lauk keppni í áttunda sæti á síðasta tímabili eftir erfiðan vetur en liðið varð enskur bikarmeistari í síðasta mánuði og vann sigur gegn Liverpool í leiknum um samfélagsskjöldinn um síðustu helgi.

Alexandre Lacazette skorar fyrsta mark tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni á …
Alexandre Lacazette skorar fyrsta mark tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni á Craven Cottage í dag. AFP
Fulham 0:3 Arsenal opna loka
90. mín. Leik lokið Arsenal sannfærandi í fyrsta leik og vinnur sanngjarnan sigur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert