Sjö marka veisla á Anfield (myndskeið)

Englandsmeistarar Liverpool tóku á móti Leeds í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Anfield í Liverpool í dag.

Alls voru sjö mörk skoruð í leiknum en Mohamed Salah, sóknarmaður Liverpool, skoraði þrennu.

Liverpool komst þrívegis yfir en alltaf tókst Leeds að jafna metin.

Það var svo títtnefndur Salah sem skoraði sigurmark leiksins úr vítaspyrnu á lokamínútunum.

mbl.is