Stórleikur umferðarinnar (myndskeið)

Stórleikur fyrstu umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er viðureign Englandsmeistara Liverpool og nýliða Leeds klukkan 16 á Anfield á morgun. Tómas Þór Þórðarson og Bjarni Þór Viðarsson ræddu um leikinn í þættinum Vellinum á Símanum Sport. Klippuna má sjá í spilaranum hér að ofan.

Knatt­spyrn­u­stjór­inn arg­entínski Marcelo Bielsa skrifaði undir nýjan samning hjá Leeds í dag en hann er maðurinn sem kom félaginu loks aftur í deild þeirra bestu. Margir bíða spenntir eftir því að hann stýri liði í úrvalsdeildinni. „Hann er auðvitað magnaður karakter og það er frábært fyrir deildina að fá svona mann inn. Hann er frábær stjóri og veit hvað hann er að gera,“ sagði Bjarni um Argentínumanninn geðþekka.

Þá voru Englandsmeistararnir einnig til umræðu en þeir hafa látið lítið fara fyrir sér á félagsskiptamarkaðinum í sumar. „Klopp virðist ekki vera að finna þá leikmenn sem hann telur geta styrkt liðið,“ bætti Bjarni við en Liverpool hefur aðeins keypt varnarmanninn Kostas Tsimikas frá gríska félaginu Olympiacos.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert