Þvílíkur leikur!

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, ásamt Mohamed Salah sem skoraði þrennu …
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, ásamt Mohamed Salah sem skoraði þrennu í leiknum. AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var sáttur eftir sigur sinna manna gegn Leeds í ensku úrvalsdeildinni á Anfield í Liverpool í dag.

Leiknum lauk með 4:3-sigri Liverpool en það var Mohamed Salah sem skoraði sigurmarkið á lokamínútum leiksins úr vítaspyrnu eftir að Leeds hafði þrívegis jafnaði metin.

„Þvílíkur leikur!“ sagði Klopp í samtali við Sky Sports í leikslok.

„Bæði lið spiluðu frábærlega og þetta var svo sannarlega skemmtilegur knattspyrnuleikur. Það er ekki algengt að við spilum leiki þar sem sjö mörk líta dagsins ljós, þessa dagana í það minnsta, en það var smá þreyta í hópnum eftir landsleikjahléið.

Þeir neyddu okkur í ákveðin mistök og ég geri mér fulla greina fyrir því að við getum gert mun betur í mörkunum sem við fengum á okkur. Það má hins vegar ekki gleyma að hrósa Leeds fyrir góðan leik því þeir gáfu okkur svo sannarlega alvöruleik. 

Fótbolti er ekki eins og að læra hjóla. Þú leggur áherslu á eitthvað og það krefst tíma og æfingar. Við þurfum tíma til þess að ná upp takti. Ef Leeds heldur uppteknum hætti verða þeir ekki í neinum vandræðum í efstu deild,“ bætti Klopp við.

mbl.is