Viðstöðulaust sigurmark Zaha (myndskeið)

Wilfried Zaha reyndist hetja Crystal Palace þegar liðið fékk Southampton í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Leiknum lauk með 1:0-sigri Crystal Palace en Zaha skoraði sigurmark leiksins á 13. mínútu með frábæru skoti úr teignum.

Wilfried Zaha tryggði Crystal Palace sigur í dag.
Wilfried Zaha tryggði Crystal Palace sigur í dag. AFP
mbl.is