Er minni pressa á Gylfa en í fyrra? (myndskeið)

Verður það Gylfa Þór Sigurðssyni til góða að Everton fékk þrjá öfluga miðjumenn til liðs við sig í sumar? Bjarni Þór Viðarsson, Gylfi Einarsson og Tómas Þór Þórðarson ræddu stöðu hans í þættinum Völlurinn á Símanum Sport í kvöld.

Gylfi kom inn á sem varamaður hjá Everton á 68. mínútu í kvöld þegar liðið vann góðan útisigur á Totttenham.

Gylfi Einarsson sagði að eftir kaupin á James Rodriguez, Allan og Abdoulaye Doucouré, sem allir fóru beint í byrjunarliðið í dag, væri minni pressa á Gylfa Þór en áður og hann kvaðst þess fullviss um að nafni sinn myndi vinna  sér fast sæti í liðinu á ný.

Bjarni Þór tók undir það og sagði að Gylfi myndi græða á að spila með betri mönnum en í fyrra.

Umræðurnar má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert