Gylfi um Leeds: Hver átti von á þessu?

Bjarni Þór Viðars­son, Gylfi Ein­ars­son og Tóm­as Þór Þórðar­son ræddu nýliða Leeds í þættinum Völlurinn á Símanum Sport í kvöld en þeir áttu stórleik á heimavelli Englandsmeistara Liverpool í fyrstu umferðinni, töpuðu naumlega 4:3 á Anfield.

„Eiginlega grátlegt að fá ekkert út úr þessum leik,“ sagði Gylfi Einarsson sem sjálfur spilaði með Leeds á árunum 2004 til 2007. „Hver átti von á þessu? Að spila við besta lið á Englandi og gefa þeim svona leik.“

Umræðurnar og mörk Leeds gegn Liverpool má sjá í spilaranum hér að ofan.

mbl.is