Gylfi víkur fyrir nýju mönnunum

Gylfi Þór Sigurðsson er varamaður hjá Everton í dag.
Gylfi Þór Sigurðsson er varamaður hjá Everton í dag. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson er ekki í byrjunarliði Everton í dag þegar liðið mætir Tottenham, hans gamla félagi, á útivelli í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu.

Leikur liðanna hefst klukkan 15.30 á leikvangi Tottenham í London. Á miðjunni hjá Everton eru allir nýju leikmennirnir sem keyptir voru fyrir tímabilið, James Rodriguez, Allan og Abdoulaye Doucouré, ásamt André Gomes.

mbl.is