Kaupa sóknarmann frá Lyon

Bertrand Traoré.
Bertrand Traoré. AFP

Bertrand Tra­oré, 25 ára gam­all knatt­spyrnumaður frá Búrkína Fasó, er að ganga til liðs við Aston Villa á Englandi en hann kemur frá franska liðinu Lyon fyrir um 17 milljónir punda.

Traoré mun undirgangast læknisskoðun hjá Villa á næstu dögum og ef allt gengur vel mun hann ganga til liðs við enskt félag í annað sinn á ferlinum. Framherjinn fór til Chelsea á sínum tíma, aðeins 18 ára gamall, og náði að skora tvö mörk í tíu deildarleikjum á árunum 2014 til 2017.

Síðan þá hefur hann verið hjá Lyon, skoraði 21 mark í 87 leikjum. Þá var hann mikilvægur hlekkur í liði Lyon sem fór alla leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í sumar en tapaði þar gegn Evrópumeisturunum Bayern München. John Terry, aðstoðarþjálfari Aston Villa, var leikmaður Chelsea á árum áður og þekkir leikmanninn vel. Sky Sports segir frá félagsskiptunum en félögin hafa komist að samkomulagi um kaupverðið, 17 milljónir punda.

mbl.is