Mourinho hundfúll með eigin leikmenn

José Mourinho á hliðarlínunni í dag.
José Mourinho á hliðarlínunni í dag. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, var ekki ánægður eftir að hans menn töpuðu 1:0 á heimavelli gegn Everton í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag.

Heimamenn voru langt frá sínu besta í leiknum og töpuðu verðskuldað en portúgalski þjálfarinn hafði aldrei áður beðið ósigur í fyrsta deildarleik á sinni stjóratíð. „Við vorum góðir fram að markinu, fáum tvö góð færi sem Jordan Pickford varði vel. Eftir markið breyttist allt,“ sagði Mourinho ómyrkur í máli.

„Við vorum latir þegar kom að því að pressa og það er afleiðing af því að við erum í lélegu líkamlegu ástandi. Sumir leikmenn fengu ekki einu sinni undirbúningstímabil og aðrir voru með lélegt hugarfar í þessum leik en ég vil ekki ræða það nánar. Ég er óánægður með liðið mitt,“ sagði hann að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert