Rúnar orðaður við Arsenal

Rúnar Alex Rúnarsson á landsliðsæfingu í síðustu viku.
Rúnar Alex Rúnarsson á landsliðsæfingu í síðustu viku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Enskir netmiðlar fullyrða að enska knattspyrnufélagið Arsenal sé með Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörð hjá Dijon í Frakkland,i í sigtinu til að koma í staðinn fyrir Emiliano Martinez sem er á förum frá Lundúnafélaginu.

Enskur blaðamaður setti þetta á Twitter fyrir stundu og fréttin hefur verið tekin upp af mörgum á samskiptamiðlunum en þar er m.a. bent á að núverandi markvarðaþjálfari Arsenal hafi fengið Rúnar til Dijon frá Nordsjælland á sínum tíma.

Rúnar var varamarkvörður Dijon í dag þegar liðið tapaði 0:2 fyrir Brest á heimavelli og hefur ekki komið við sögu í fyrstu tveimur leikjunum í deildinni. Hann lék 11 leiki með liðinu í deildinni á síðasta tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert