Arsenal með 70 milljóna punda varamann? (myndskeið)

Nicholas Pépé kostaði Arsenal 70 milljónir punda þegar hann var keyptur frá Lille í Frakklandi fyrir ári. Hann var í hópi varamanna í fyrsta leik liðsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær og spilaði aðeins síðasta kortérið.

Gylfi Einarsson, Bjarni Þór Viðarsson og Tómas Þór Þórðarson fóru yfir stöðu mála hjá þessum dýrasta leikmanni félagsins í þættinum Völlurinn á Símanum Sport í gærkvöld.

„Hann þarf að bíða þolinmóður eftir tækifærinu,“ sagði Bjarni Þór en þeir félagar voru sammála um að það væri dýrt að vera með 70 milljóna punda varamann. Umræðurnar um Pépé má sjá í myndskeiðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert