Fallegustu mörk helgarinnar í öllum regnbogans litum (myndskeið)

Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu hófst aftur um helgina eftir stutt sumarfrí en mörg falleg mörk litu dagsins ljós í fyrstu umferð deildarinnar.

Reece James skoraði eitt af mörkum tímabilsins þegar Chelsea heimsótti Brighton í gær en hann lét vaða af 30 metra færi og boltinn söng í samskeytunum.

Þá skoraði Mohamed Salah þrennu fyrir Liverpool gegn nýliðum Leeds en annað mark Egyptans var einstaklega glæsilegt.

Raúl Jiménez kom Wolves yfir með lalegu marki strax á 3. mínútu gegn Sheffield United eftir stórbrotna skyndisókn en öll þessi mörk eru á listanum yfir þau fallegustu um helgina.

Mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann Sport. 

mbl.is