Fjögur smit í ensku úrvalsdeildinni

Rodrigo, Leeds, og Fabinho, Liverpool, eigast við í leik Liverpool …
Rodrigo, Leeds, og Fabinho, Liverpool, eigast við í leik Liverpool og Leeds í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á laugardaginn síðasta. AFP

Fjögur kórónuveirusmit  greindust hjá leikmönnum og starfsmönnum félaganna í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem forráðamenn deildarinnar sendu frá sér í dag.

Allir fjórir aðilarnir eru komnir í einangrun og verða í henni næstu tíu dagana en ekki kemur fram úr hvaða liði og hvort um leikmenn eða starfsmenn sé að ræða.

Alls voru 2.131 prófaðir fyrir veirunni frá 7. september til 13. septembers en enska úrvalsdeildin hófst á nýjan leik um síðustu helgi eftir sumarfrí.

Þriggja mánaða hlé var gert á ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð vegna kórónuveirufaraldursins en keppni hófst að nýju í júní og var tímabilið klárað í júlí.

Engir áhorfendur voru leyfðir á leikjunum í sumar en bresk yfirvöld greindu frá því á dögunum að þau vonuðust til þess að hægt væri að leyfa áhorfendur á nýjan leik eftir áramót.

mbl.is