Úrvalsdeildarliðin ekki í teljandi vandræðum

Ryan Fraser fagnar sigurmarki sínu gegn Blackburn.
Ryan Fraser fagnar sigurmarki sínu gegn Blackburn. AFP

Crystal Palace er eina úrvalsdeildarfélagið sem er úr leik í enska deildabikarnum í knattspyrnu eftir tap á útivelli gegn Bournemouth í vítakeppni í 1. umferð keppninnar i í kvöld en staðan að loknum venjulegum leiktíma var markalaus.

Ryan Fraser tryggði Newcastle 1:0-heimasigursigur gegn Blackburn Rovers og þá skoraði Sebastian Heller tvívegis og Felipe Anderson eitt mark fyrir West Ham þegar liðið vann 3:0-heimasigur gegn Charlton Athletic.

Aston Villa vann 3:1-útisigur gegn Burton Albion þar sem þeir Ollie Watkins, Jack Grealish og Keinan Davis skoruðu mörk Aston Villa.

Þá er B-deildarfélag Millwall komið áfram í 2. umferð keppninnar eftir 3:1-heimasigur gegn Celtenham Town en Jón Daði Böðvarsson var ekki í leikmannahópi Millwall í kvöld.

Úrslit kvöldsins:

Gillingham 1:Coventry 
Middlesbrough 0:Barnsley
Millwall 3:Cheltenham Town
Reading 0:Luton Town
Derby County 1:Preston North End
Bradford City 0:Lincoln City
Fleetwood Town 2:Port Vale
Newport County 1:Cambridge United
Oxford United 1:Watford* 
Newcastle United 1:Blackburn Rovers
West Ham 3:Charlton Athletic
AFC Bournemouth* 0:Crystal Palace
Burton Albion 1:Aston Villa
Leyton Orient 3:Plymouth Argyle
Morecambe 1:Oldham Athletic
Rochdale 0:Sheffield Wednesday
*Áfram eftir vítakeppni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert