Martínez farinn - greið leið fyrir Rúnar?

Emiliano Martínez er farinn frá Arsenal til Aston Villa.
Emiliano Martínez er farinn frá Arsenal til Aston Villa. AFP

Enska knattspyrnufélagið Aston Villa hefur gengið frá kaupum á markverðinum Emiliano Martínez frá Arsenal fyrir 20 milljónir punda.

Martínez er 28 ára gamall Argentínumaður sem hefur verið í röðum Arsenal í átta ár en verið lánaður til sex félaga á þeim tíma, Oxford, Sheffield Wednesday, Rotherham, Wolves,  Getafe og Reading. Hann lék aðeins 15 leiki í marki Arsenal í úrvalsdeildinni á þessum átta árum en 23 leiki í öðrum mótum.

Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður Dijon í Frakklandi, hefur verið sterklega orðaður við Arsenal síðustu daga sem arftaki Martínez hjá enska félaginu.

mbl.is