Jóhann Berg borinn af velli

Jóhann Berg Guðmundsson yfirgefur Turf Moor á börum.
Jóhann Berg Guðmundsson yfirgefur Turf Moor á börum. AFP

Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu og leikmaður Burnley í ensku úrvalsdeildinni, var í byrjunarliði Burnley sem leikur nú gegn Sheffield United í 1. umferð enska deildabikarsins á Turf Moor í Burnley.

Jóhann Berg entist aðeins í tíu mínútur á vellinum því hann var tæklaður illa snemma leiks og þurfti að yfirgefa völlinn á börum með súrefnisgrímu en þetta kom fram á samfélagsmiðlum Burnley.

Stuðningsmenn félagsins, sem hafa verið að fylgjast með textalýsingunni á Twitter, voru allt annað en sáttir með tæklinguna og vildu sjá rautt spjald fara á loft.

Jóhann Berg hefur verið afar óheppinn með meiðsli undanfarin ár og því lítið getað spilað með Burnley en hann byrjaði einungis sex leiki í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.

mbl.is