Óskar Klopp til hamingju með Thiago

Thiago Alcantara í leik með Bayern München.
Thiago Alcantara í leik með Bayern München. AFP

Hansi Flick knattspyrnustjóri Bayern München hefur staðfest að miðjumaðurinn spænski Thiago Alcantara verði seldur til Liverpool.

„Thiago var einstaklega góður leikmaður fyrir Bayern í sjö ár og það var tóm gleði að vinna með honum. Ég óska Jürgen Klopp til hamingju. Hann fær leikmann í fremstu röð og einstaka persónu," sagði Flick um vistaskipti Spánverjans fyrir stundu.

Liverpool hefur ekki staðfest kaupin á Thiago enn sem komið er en samkvæmt fjölmiðlum greiðir félagið 20 milljónir punda fyrir þennan 29 ára gamla miðjumann og upphæðin getur hækkað í allt að 27 milljónum.

mbl.is