Tottenham slapp með skrekkinn í Plovdiv

Harry Kane jafnaði fyrir Tottenham í Plovdiv í kvöld.
Harry Kane jafnaði fyrir Tottenham í Plovdiv í kvöld. AFP

Enska knattspyrnuliðið Tottenham Hotspur komst naumlega í 3. umferð Evrópudeildar UEFA í kvöld þegar það sótti Lokomotiv Plovdiv heim til Búlgaríu og sigraði 2:1.

Þegar 20 mínútur voru eftir náðu Búlgararnir forystu með marki frá Georgi Minchev og staða þeirra var vænleg. En sjö mínútum síðar voru tveir þeirra, Dinis Almeida og Birsent Karagaren, reknir af velli.

Tottenhammenn voru þá ellefu gegn níu og nýttu sér liðsmuninn. Harry Kane jafnaði strax úr vítaspyrnu og fimm mínútum síðar skoraði Tanguy Ndombélé sigurmark Lundúnaliðsins.

Þar með eru José Mourinho og hans menn á leið í annað ferðalag til Austur-Evrópu því þeir mæta Shkëndija frá Makedóníu á útivelli í þriðju umferðinni í næstu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert