Bikarslagur milli Liverpool og Arsenal?

Liverpool og Arsenal léku um Samfélagsskjöldinn í haust.
Liverpool og Arsenal léku um Samfélagsskjöldinn í haust. AFP

Englandsmeistarar Liverpool og bikarmeistarar Arsenal geta mæst í 16-liða úrslitum enska deildabikarsins í knattspyrnu en dregið hefur verið til þeirra þó keppni sé ekki hafin í 32 liða úrsitunum. Eins geta Tottenham og Chelsea mæst í Lundúnaslag.

Liverpool mætir  Lincoln og Arsenal mætir Leicester í 32 liða úrslitum í næstu viku og sigurliðin í þessum viðureignum drógust saman í sextán liða úrslitunum. Sá dráttur lítur þannig út:

Lincoln eða Liverpool  Leicester eða Arsenal
Millwall eða Burnley Manchester City eða Bournemouth
WBA eða Brentford  Fulham eða Sheffield Wednesday
Fleetwood eða Everton  West Ham eða Hull
Bristol City eða Aston Villa  Stoke eða Gillingham
Orient eða Tottenham  Chelsea eða Barnsley
Newport eða Watford  Morecambe eða Newcastle
Preston eða Brighton  Luton eða  Manchester United

Leikirnir í 32 liða úrslitunum fara fram í næstu viku og sextán liða úrslitin viku síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert