Fjórir fjarverandi hjá Chelsea gegn Liverpool

Frank Lampard stýrir Chelsea gegn Liverpool á sunnudaginn.
Frank Lampard stýrir Chelsea gegn Liverpool á sunnudaginn. AFP

Frank Lampard knattspyrnustjóri Chelsea staðfesti á fréttamannafundi nú eftir hádegið að fjórir af hans mönnum væru ekki tilbúnir fyrir leikinn gegn Liverpool í úrvalsdeildinni á  sunnudaginn.

Þrír af nýju mönnunum eru ekki klárir, þeir Thiago Silva, Ben Chilwell og Hakim Ziyech, og þá er Christian Pulisic meiddur.

„Þetta er ekki leikur þar sem gefnar verða út einhverjar yfirlýsingar, þetta er bara annar leikurinn á tímabilinu. Síðasta mánudag vorum við á undirbúningstímabili hvað varðar form. Nú mætum við besta liði landsins á síðasta tímabili. Það er skemmtileg áskorun. Við stóðum okkur vel gegn þeim í leikjunum í fyrra og það er áskorun að ná í þrjú stig gegn toppliði," sagði Lampard á fundinum í dag.

mbl.is