Fylgst með hverju skrefi hjá Bale

Gareth Bale er á leið til London.
Gareth Bale er á leið til London. AFP

Velski knattspyrnumaðurinn Gareth Bale er væntanlegur til London fyrir hádegið til að ganga frá samningum við Tottenham, sem fær hann lánaðan frá Real Madrid út þetta keppnistímabil.

Fréttamenn hafa fylgst grannt með gangi mála og eru á flugvellinum í Madríd þar sem staðfest var rétt í þessu að Bale hefði verið að koma inn í flugstöðina.

Samkvæmt fréttamanni Sky Sports á staðnum er læknisskoðun Bale að baki í Madríd og samkomulag félaganna á milli nánast  í höfn þannig að ekki sé reiknað með því að neitt komi lengur í veg fyrir að Bale verði leikmaður Tottenham á ný. Félagið seldi hann til Real Madrid fyrir 80 milljónir punda fyrir sjö árum og hann var þá dýrasti knattspyrnumaður heims.

mbl.is