Hafnaði ótrúlegu tilboði frá Barcelona

Pierre-Emerick Aubameyang skorar í leik gegn Norwich í sumar.
Pierre-Emerick Aubameyang skorar í leik gegn Norwich í sumar. AFP

Mikel Arteta knattspyrnustjóri Arsenal segir að fyrirliði liðsins, Pierre-Emerick Aubameyang, hafi hafnað ótrúlegu tilboði frá Barcelona.

Aubameyang hafi frekar valið að framlengja samning sinn við Arsenal, vegna þess að það sé ótrúlegt lið og hann hafi hafnað Barcelona þar sem Arsenal sé ekki síðra félag.

Barcelona gerði Arsenal tilboð í Aubameyang og Inter Mílanó sýndi honum líka áhuga en að lokum skrifaði þessi 31 árs gamli sóknarmaður undir nýjan samning til þriggja ára. Hann skoraði bæði í úrslitaleik bikarkeppninnar í sumar og í leiknum um Samfélagsskjöldinn, og fylgdi því eftir með því að skora gegn Fulham í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi.

mbl.is