Liðið er í mótun og stefnir hátt (myndskeið)

Fyrsti leikur Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á þessu keppnistímabili er heimaleikur gegn Crystal Palace á morgun.

Liðið sótti sig mjög eftir því sem leið á síðasta tímabil og þó útlitið hefði ekki verið bjart lengi vel átti það góðan endasprett og náði að lokum þriðja sætinu þannig að keppnisréttur í Meistaradeild Evrópu var  tryggður.

Ole Gunnar Solskjær knattspyrnustjóri segir að liðið sé í mótun og stefni hátt en upprifjun frá síðasta tímabili má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.

Leikur Manchester United og Crystal Palace hefst klukkan 16.30 á morgun á Old Trafford og er sýndur beint á Símanum Sport.

mbl.is