Liverpool að kaupa Portúgala á 35 milljónir

Diogo Jota í leik með Wolves.
Diogo Jota í leik með Wolves. AFP

Enska knattspyrnufélagið Liverpool gekk frá kaupum á spænska landsliðsmanninum Thiago frá Bayern München á 20 milljónir punda fyrr í dag og er Englandsmeistararnir ekki hættir því félagið hefur samþykkt að greiða Wolves 35 milljónir punda fyrir Portúgalann Diogo Jota.  

Jota kom til Wolves árið 2017 og hefur verið lykilmaður hjá liðinu allar götur síðan, fyrst í B-deildinni og síðan úrvalsdeildinni. 

Hefur Jota alls leikið 131 leik með Wolves og skorað í þeim 44 mörk. Skoraði hann 16 mörk í 48 leikjum í öllum keppnum með Wolves á síðustu leiktíð. Jota hefur ekki komið við sögu á tímabilinu með Wolves. 

Ki-Jana Hoever fer í hina áttina fyrir um 10 milljónir punda, en hinn 18 ára Hoever hefur enn ekki leikið deildarleik með Liverpool. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert