Meiðslin ekki eins alvarleg og óttast var

Jóhann Berg Guðmundsson þurfti talsverða aðhlynningu eftir að brotið var …
Jóhann Berg Guðmundsson þurfti talsverða aðhlynningu eftir að brotið var illa á hinum í leiknum í gærkvöld. AFP

Meiðsli Jóhanns Bergs Guðmundssonar landsliðsmanns í knattspyrnu virðast ekki vera eins alvarleg og óttast var í gærkvöld þegar hann var borinn af  velli í leik Burnley og Sheffield United í deildabikarnum.

Sean Dyce knattspyrnustjóri staðfesti á heimasíðu félagsins að liðbönd hefðu skaddast en sagði að útlitið væri aðeins betra en menn hefðu verið hræddir um í gærkvöld. Engin tímamörk hefðu þó verið sett á endurkomu Jóhanns enn sem komið væri.

mbl.is