Solskjær verður að kaupa og selja (myndskeið)

Manchester United leikur sinn fyrsta leik á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á morgun er Crystal Palace kemur í heimsókn á Old Trafford klukkan 16:30. 

Tómas Þór Þórðarson og Bjarni Þór Viðarsson á Símanum sport ræddu um Manchester-liðið. Bjarni vill sjá breytingar á leikmannahópi Manchester United og segir liðið þurfa að styrkja sig í bæði vörn og sókn. Til þess að það geti orðið að veruleika þar félagið hins vegar líka að selja leikmenn. 

Innslagið má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is