Thiago kveður Bayern

Thiago Alcantara kveður Bayern sem Evrópumeistari.
Thiago Alcantara kveður Bayern sem Evrópumeistari. AFP

Þótt spænski knattspyrnumaðurinn Thiago Alcantara sé ekki formlega orðinn leikmaður Liverpool er ljóst hvert stefnir og hann hefur nú sent frá sér kveðju til Bayern München þar sem hann hefur verið leikmaður í sjö ár og fagnaði Evrópumeistaratitli með félaginu í vor.

Thiago skrifaði á Twitter rétt í þessu og sagðist ávallt verða þakklátur Bayern sem yrði alltaf hans annað heimili. Reiknað er með að hann gangi frá málum hjá ensku meisturunum í dag.

„Ég er búinn að taka erfiðustu ákvörðunina á ferlinum," segir Thiago ennfremur í myndskeiðinu.

mbl.is