Bein útsending frá Leeds á mbl.is

Marcelo Bielsa og hans menn í Leeds taka á móti …
Marcelo Bielsa og hans menn í Leeds taka á móti Fulham. AFP

Leeds United og Fulham mætast í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á Elland Road í Leeds klukkan 14 og hægt er að sjá leikinn í beinni útsendingu hér á mbl.is.

Útsendingin hefst kl. 13.30 með upphitun fyrir leikinn og er á sérvefnum Enski boltinn.

Liðin komu saman upp úr B-deildinni í sumar en Leeds stóð þar uppi sem sigurvegari og Fulham lagði Brentford að velli í umspili.

Bæði liðin töpuðu í fyrstu umferðinni, Leeds naumlega fyrir meisturum Liverpool á Anfield, 4:3, en Fulham fyrir bikarmeisturum Arsenal á heimavelli, 3:0.

Þetta verður fyrsti heimaleikur Leeds í úrvalsdeildinni í sextán ár.

mbl.is