Keyptu sókn­ar­mann frá Lyon

Bertrand Traoré í leik með Lyon.
Bertrand Traoré í leik með Lyon. AFP

Bertrand Tra­oré, 25 ára gam­all knatt­spyrnumaður frá Búrkína Fasó, hefur gengið til liðs við Aston Villa á Englandi frá franska liðinu Lyon. Kaupverðið er talið vera um 17 milljónir punda.

Tra­oré fór til Chel­sea á sín­um tíma, aðeins 18 ára gam­all, og náði að skora tvö mörk í tíu deild­ar­leikj­um á ár­un­um 2014 til 2017. Síðan þá hef­ur hann verið hjá Lyon, skoraði 21 mark í 87 leikj­um. Þá var hann mik­il­væg­ur hlekk­ur í liði Lyon sem fór alla leið í undanúr­slit Meist­ara­deild­ar Evr­ópu í sum­ar en tapaði þar gegn Evr­ópu­meist­ur­un­um Bayern München. John Terry, aðstoðarþjálf­ari Ast­on Villa, var leikmaður Chel­sea á árum áður og þekk­ir leik­mann­inn vel.

mbl.is