Manchester United fékk skell í fyrsta leik

Scott McTominay og Andros Townsend í einvígi á Old Trafford …
Scott McTominay og Andros Townsend í einvígi á Old Trafford í dag. AFP

Crystal Palace skellti Manchester United á Old Trafford 3:1 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Andros Townsend kom gestunum yfir snemma leiks og Wilfried Zaha skoraði tvö mörk en þar á milli hafði Donny van de Beek minnkað muninn fyrir United.

Townsend kom Palace yfir strax á 7. mínútu með skoti af stuttu færi eftir fyrirgjöf Jeffreys Schlupps. Forystan var svo tvöfölduð á 74. mínútu eftir mikla dramatík. Gestirnir fengu vítaspyrnu eftir að Victor Lindelöf handlék knöttinn í vítateig United. Fyrst steig Andre Ayew á punktinn en David de Gea varði frábærlega frá honum. Hins vegar steig Spánverjinn af línunni og þurfti því að endurtaka spyrnuna. Zaha fór þá á punktinn og skoraði af öryggi.

Hollendingurinn Van de Beek minnkaði muninn fyrir United á 81. mínútu í sínum fyrsta leik fyrir félagið en hann var keyptur frá Ajax fyrr í mánuðinum. Zaha innsiglaði hins vegar sigur Palace skömmu síðar og er liðið með fullt hús stiga eftir tvær umferðir.

Man. Utd 1:3 Crystal Palace opna loka
90. mín. Sex mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert