Portúgalinn orðinn leikmaður Liverpool

Diogo Jota er orðinn leikmaður Liverpool.
Diogo Jota er orðinn leikmaður Liverpool. Ljósmynd/Liverpool

Enska knatt­spyrnu­fé­lagið Li­verpool hefur gengið frá kaupum á portúgalska sóknarmanninum Diogo Jota á 40 milljónir punda en upphæðin getur hækkað í allt að 45 milljónum. Kemur hann til félagsins frá Wolves. 

Jota kom til Wol­ves árið 2017 og hef­ur verið lyk­ilmaður hjá liðinu all­ar göt­ur síðan, fyrst í B-deild­inni og síðan úr­vals­deild­inni. 

Hef­ur Jota alls leikið 131 leik með Wol­ves og skorað 44 mörk. Skoraði hann 16 mörk í 48 leikj­um í öll­um keppn­um með Wol­ves á síðustu leiktíð. Jota hef­ur ekki komið við sögu á tíma­bil­inu með Wol­ves. 

Ki-Jana Hoever fer í hina átt­ina fyr­ir um 10 millj­ón­ir punda, en hinn 18 ára Hoever hef­ur enn ekki leikið deild­ar­leik með Li­verpool. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert