Varamaðurinn tryggði sigur Arsenal

Eddie Nketiah fagnar sigurmarkinu.
Eddie Nketiah fagnar sigurmarkinu. AFP

Arsenal vann 2:1-sigur á West Ham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Varamaðurinn Eddie Nketiah skoraði sigurmark Arsenal á 85. mínútu. 

Eftir rólega byrjun komst Arsenal yfir á 25. mínútu með marki Alexandre Lacazette á 25. mínútu er hann skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf Pierre Emerick-Aubameyang. West Ham jafnaði hins vegar í síðustu sókn fyrri hálfleiks þegar Michael Antonio skoraði af stuttu færi eftir sendingu Ryan Fredericks. 

Var staðan 1:1 fram að 85. mínútu þegar Dani Ceballos sendi fyrir á Nketiah sem var réttur maður á réttum stað og skoraði af öryggi tæpum tíu mínútum fyrir leikslok og þar við sat. 

Spilaði West Ham vel og var sterkari aðilinn stærstan hluta seinni hálfleiks, en það dugði skammt. Er West Ham án stiga og Arsenal með fullt hús. 

Arsenal 2:1 West Ham opna loka
90. mín. Pierre-Emerick Aubameyang (Arsenal) á skot sem er varið Fast skot en boltinn beint í fangið á Fabianski. Fjórar mínútur í uppbótartíma.
mbl.is