Hasselbaink og Eiður ekki hrifnir (myndskeið)

Tómas Þór Þórðarson og Eiður Smári Guðjohnsen fóru yfir stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar Chelsea tók á móti Englandsmeisturum Liverpool á Stamford Bridge.

„Chelsea sótti ágætlega, vitandi það að þeir voru að spila á móti meisturunum sem eru alltaf hættulegir,“ sagði Eiður um spilamennsku sinna gömlu félaga en vendipunktur leiksins var undir lok fyrri hálfleiks þegar Andreas Christensen fékk beint rautt spjald fyrir að rífa niður Sadio Mané er Senegalinn var að sleppa í gegn. Liverpool nýtti liðsmuninn í síðari hálfleik og skoraði tvö mörk.

„Hárréttur dómur, svona brögð eiga ekki að eiga sér stað inni á fótboltavelli,“ sagði Eiður um brot danska varnarmannsins en þeir fóru svo yfir mörk Liverpool og ræddu við Jimmy Floyd Hasselbaink en þeir Eiður voru liðsfélagar hjá Chelsea á sínum tíma. Hollendingurinn var ekki hrifinn af varnarleik Christensens.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert