PSG að fá leikmann Tottenham

Dele Alli í leiknum gegn Everton.
Dele Alli í leiknum gegn Everton. AFP

Frakklandsmeistarar PSG hafa mikinn áhuga á að fá Dele Alli miðjumann Tottenham til félagsins á lánssamningi út leiktíðina og eru viðræður félaganna hafnar.

Alli var í byrjunarliði Tottenham gegn Everton í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar en var tekinn af velli í hálfleik og hefur ekki verið í leikmannahópnum síðan. 

Tottenham gekk í gær frá samningum við þá Gareth Bale og Sergio Reguilón og er ljóst að leikmannahópur liðsins er of stór. Hefur Alli verið orðaður við Inter Mílanó á Ítalíu sömuleiðis en PSG virðist vera að vinna kapphlaupið. 

Hann hef­ur leikið 157 leiki með liðinu í úr­vals­deild­inni og skorað 50 mörk og spilað á þeim tíma 37 lands­leiki fyr­ir Eng­land.

mbl.is