Skoraði fernu í sjö marka leik

Heung-Min Son skorar eitt þriggja marka sinna í dag.
Heung-Min Son skorar eitt þriggja marka sinna í dag. AFP

Tottenham vann sinn fyrsta sigur á leiktíðinni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er liðið heimsótti Southampton og vann 5:2-sigur. 

Suður-Kóreumaðurinn Heung-Min Son fór á kostum fyrir Tottenham og skoraði fjögur mörk og Harry Kane lagði þau öll upp. Kane fullkomnaði svo góðan leik sinn með að skora fimmta markið sjálfur. 

Southampton byrjaði hins vegar betur og Danny Ings skoraði fyrsta mark leiksins á 32. mínútu. Var Southampton líklegra til að bæta við marki þegar Son jafnaði metin í blálok fyrri hálfleiks.

Tottenham var svo miklu betri aðilinn í seinni hálfleik og skoraði fjögur mörk áður en Danny Ings klóraði í bakkann með marki úr víti í lokin. 

Tottenham er með þrjú stig eftir tvo leiki en Southampton er án stiga.

Southampton 2:5 Tottenham opna loka
90. mín. Danny Ings (Southampton) skorar úr víti 2:5 - Á mitt markið Lloris fleygði sér til vinstri. Of lítið og of seint fyrir Southampton en einhver sárabót.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert