Stórleikur Chelsea og Liverpool, upprifjun (myndskeið)

Stórleikur helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu fer fram á Stamford Bridge í London í dag þegar Chelsea tekur á móti Liverpool.

Viðureign liðanna hefst klukkan 15.30 að íslenskum tíma og er leikurinn sýndur beint á Símanum Sport.

Til upprifjunar er í meðfylgjandi myndskeiði farið yfir leiki liðanna á síðasta tímabili en þá vann Liverpool 2:1 á Stamford Bridge í september og aftur 5:3 í síðasta heimaleik sínum í júlí í sumar, áður en liðinu var afhentur Englandsmeistarabikarinn.

mbl.is