Tyrkneskur landsliðsmaður í Leicester

Cengiz Under
Cengiz Under AFP

Enska úrvalsdeildarfélagið Leicester hefur gengið frá lánssamningi við tyrkneska knattspyrnumanninn Cengiz Under frá Roma. Gildir samningurinn út leiktíðina og getur Leicester keypt kantmanninn næsta sumar. 

Leicester greiðir um 2,7 milljónir punda fyrir lánssamninginn og þá getur enska félagið greitt 22 milljónir punda eftir leiktíðina til að kaupa Tyrkjann. 

Under hefur skorað 17 mörk í 88 leikjum með Roma en hann hefur ekki átt fast sæti í byrjunarliði ítalska liðsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert