Leikmaður City með veiruna

Ilkay Gündogan er með kórónuveiruna.
Ilkay Gündogan er með kórónuveiruna. AFP

Enska knattspyrnufélagið Manchester City greindi í dag frá því að þýski miðjumaðurinn Ilkay Gündogan hefði greinst með kórónuveiruna. 

Mun Þjóðverjinn fara í tíu daga einangrun og fara reglulega í skimun meðan á henni stendur. „Allir hjá félaginu óska Ilkay skjóts bata,“ segir í yfirlýsingu félagsins. 

Fyrsti leikur Manchester City í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu er í kvöld klukkan 19:15 er liðið heimsækir Wolves.

mbl.is