Margir af mótherjum Tottenham með veiruna

Tottenham á að mæta Leyton Orient á morgun.
Tottenham á að mæta Leyton Orient á morgun. AFP

Margir úr leikmannahópi enska knattspyrnuliðsins Leyton Orient hafa greinst með kórónuveiruna en Sky Sports greinir frá þessu.

Leikmenn liðsins fóru í skimun eftir jafnteflisleik gegn Mansfield, 2:2, í ensku D-deildinni á laugardaginn og félagið fékk tilkynningu í morgun um að margir hefðu greinst.

Leyton Orient, sem er frá austurhluta London, á að taka á móti Tottenham í grannaslag í deildabikarnum annað kvöld.

mbl.is