Mikið er þessi úrvalsdeild létt

Marcelo Bielsa knattspyrnustjóri Leeds.
Marcelo Bielsa knattspyrnustjóri Leeds. AFP

Liðið mitt í ensku knattspyrnunni vann sinn fyrsta leik í efstu deild í sextán ár á laugardag.

Vann liðið þá nýliðaslag við Fulham, 4:3. Var síðasti sigurleikur Leeds í deild þeirra bestu fyrir laugardaginn hinn 10. apríl 2004. Þá var ég tólf ára. Nú er ég 28 ára. Kærkomið!

Komst Leeds í 4:1 snemma í seinni hálfleik á móti Fulham og lék á als oddi. „Mikið er þessi úrvalsdeild létt,“ hugsaði ég með mér og hló. Ég sendi vinum mínum, sem eru löngu orðnir þreyttir á Leeds-blaðrinu í mér í gegnum árin, skilaboð þess efnis. Mikið er þessi úrvalsdeild létt.

Þarna gerði ég mistök því ég lagði að sjálfsögðu álög á mína menn. Áður en ég vissi var staðan orðin 4:3 og Fulham hársbreidd frá því að jafna í 4:4 þegar enn voru 25 mínútur eftir. 

Bakvörð Jóhanns má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert