Tekinn á teppið

Slaven Bilic og Mike Dean fara yfir málin.
Slaven Bilic og Mike Dean fara yfir málin. AFP

Slaven Bilic, knattspyrnustjóri West Bromwich Albion, gæti átt yfir höfði sér leikbann vegna framkomu sinnar þegar liðið mætti Everton. 

Enska knattspyrnusambandið hefur kært Bilic fyrir framkomu hans gagnvart dómara leiksins en að loknum fyrri hálfleik strunsaði Bilic inn á völlinn og Mike Dean dómari vísaði stjóranum upp í stúku. 

Everton fór létt með WBA 5:2 og síðarnefnda liðið gæti verið án stjórans í næsta leik. 

mbl.is