Tottenham áfram eftir kórónuveirusmit

José Mourinho og lærisveinar hans í Tottenham fá frí í …
José Mourinho og lærisveinar hans í Tottenham fá frí í kvöld. AFP

Tottenham er komið áfram í 4. umferð enska deildabikarsins í knattspyrnu en liðinu var úrskurðaður sigur gegn D-deildarliði Leyton Orient í dag.

Leikur Orient og Tottenham átti að fara fram á Brisbane Road, heimavelli Orient í austurhluta London, í kvöld en Sky Sports greindi frá því í dag að allt að tíu leikmenn aðalliðs Orient væru smitaðir af kórónuveirunni. 

Þar sem um fjöldasmit er að ræða þá er nánast allur leikmannahópur D-deildarfélagsins kominn í sóttkví. Orient getur því ekki mætt til leiks í kvöld og því hefur Tottenham verið úrskurðaður sigur.

mbl.is