United-menn of sterkir fyrir Luton

Leikmenn Manchester United fagna í kvöld.
Leikmenn Manchester United fagna í kvöld. AFP

Manchester United er komið í 16-liða úrslit enska deildabikarsins í fótbolta eftir 3:0-útisigur á Luton úr B-deildinni í kvöld. 

Stefndi í markalausan fyrri hálfleik þegar Juan Mata kom United yfir úr víti á 44. mínútu og var það eina markið fram að 88. mínútu þegar varamaðurinn Marcus Rashford bætti við marki. 

Annar varamaður, Mason Greenwood, gulltryggði 3:0-sigur með marki í uppbótartíma og þar við sat.

Átta leikir fara fram í keppninni á morgun og á meðal þeirra eru: Leicester - Arsenal, Fleetwood - Everon og Morecambe - Newcastle. 

mbl.is